Hvaða samgöngukrútt ert þú?

Innra með okkur öllum leynist lítið krútt sem vill gjarnan gera sitt besta til að lifa heilsusamlegu lífi, fara sparlega með peningana sína og hlífa umhverfinu svo jörðin okkar haldi áfram að vera byggilega fyrir alla. 

Í tilefni af Evrópskri samgönguviku 16. - 22. september getur þú nú fundið út úr því hvaða samgöngur henta þér best í þessari viðleitni. 

Um hversu langan veg þarftu að fara daglega?
Ég bý í öðru sveitarfélagi en ég vinn í og þarf stundum að skutlast með börn yfir daginn
Ég bý í 5 - 10 kílómetra fjarlægð frá vinnunni og fer í búðina á leiðinni heim.
Ég bý í 2 – 4 kílómetra fjarlægð frá vinnu. 
Ég bý rétt hjá vinnunni minni og næ oftast að sinna mínum erindum innan hverfisins. 
Hvernig er íslenska veðrið að þínu mati?
Hvaða veður? Snýst þetta ekki bara um að klæða sig rétt? 
Oftast bara þokkalegt. 
Dálítið köflótt eins og lífið sjálft. 
Það er varla hundi út sigandi á þessu skeri. 
Hvað vilt þú fá út úr samgöngunum þínum?
Ég vil komast eins hratt og mögulegt er á milli A og B.
Ég vil nota samgöngurnar til að halda mér í góðu formi og sleppa því að eyða tíma og peningum í aðra líkamsrækt. 
Ég vil sleppa við stressið í umferðinni en nenni engan veginn að verða mjög andstutt/ur og sveitt/ur á leiðinni.  
Ég vil gjarnan sleppa einkabílnum en þoli ekki íslenska veðrið þegar það er slæmt. 
Hversu mikla hreyfingu viltu fá á leið til og frá vinnu?
Helst enga umfram það að opna og loka bílhurð. 
Smá hreyfing drepur engan. 
Ég hef engan áhuga á að svitna en finnst samt gott að koma blóðinu á smá hreyfingu. 
Sem mesta. 

Á leiðinni til og frá vinnu finnst mér…

…æðislegt að fá smá tíma fyrir mig sjálfa til að kíkja í símann, skoða samfélagsmiðla, lesa í bók eða slaka á. 
…geggjað að fá góðan skammt af súrefni til að hressa mig við. 
…endurnærandi að koma blóðinu og hjartanu á hreyfingu í upphafi og lok vinnudags. 
…best að svífa áreynslulaust á áfangastað. 

Hversu miklum peningum viltu eyða í samgöngur?

Helst engum. 
Mér finnst í fínu lagi að ráðast í grunnkostnað við búnað og faratæki ef rekstrarkostnaður er lítill sem enginn. 
Mér líst best á að greiða fasta, lága upphæð á mánuði til að komast leiðar minnar. 
Ég er sátt/ur við að eyða 100 – 200 þúsund á mánuði í samgöngur. 
{"name":"Hvaða samgöngukrútt ert þú?Innra með okkur öllum leynist lítið krútt sem vill gjarnan gera sitt besta til að lifa heilsusamlegu lífi, fara sparlega með peningana sína og hlífa umhverfinu svo jörðin okkar haldi áfram að vera byggilega fyrir alla. Í tilefni", "url":"https://www.quiz-maker.com/QED0182BV","txt":"Um hversu langan veg þarftu að fara daglega?, Hvernig er íslenska veðrið að þínu mati?, Hvað vilt þú fá út úr samgöngunum þínum?","img":"https://cdn.poll-maker.com/57-2281594/kr-ttak-nnunarmynd-a-al.jpg?sz=1200-02719032510728105300"}
Powered by: Quiz Maker